ISO 27001 ráðgjöf og þjónusta

Skynsamleg nálgun, aðlöguð að hverri starfsemi fyrir sig

Syndis býður sérfræðiaðstoð við innleiðingu og viðhald á ISO ISO/IEC 27001

Syndis hefur verið ISO/IEC 27001 vottað af BSI síðan 2021 og hefur aðstoðað stór og smá fyrirtæki við innleiðingu á staðlinum og í gegnum vottun með góðum árangri.Syndis tekur að sér að leiðbeina fyrirtækjum með ýmsum leiðum og hægt er að skala þjónustuna eftir hentugleika.​

Skynsamleg nálgun, aðlöguð að hverri starfsemi fyrir sig

ISO 27001 býður í dag upp á töluverðan sveigjanleika við að aðlagast að starfsemi fyrirtækja. Reynsla Syndis af staðlinum og mismunandi útfærslum hjálpar stjórnendum við að láta öryggið styðja starfsemina í stað þess að hindra hana.​

Nútímaleg nálgun á öryggisstjórnkerfi

Góð framsetning efnis og uppbygging stjórnkerfis hefur mikið með það að gera hversu vel starfsfólki gengur að fylgja því og hversu auðvelt er að viðhalda því og sýna fram á hlítni. Syndis býður upp á ráðgjöf um bestu venjur við uppbyggingu öryggisstjórnkerfisins.​

Gloppugreining veitir innsýn inn í hvað er til staðar og hvað vantar upp á

Syndis heldur nokkrar vinnustofur þar sem farið er yfir það sem er til staðar og hvað vantar upp á til þess að standast úttekt. Syndis skilar skýrslu með mati á hverri kröfu og stýringu ásamt einföldum ráðleggingum.​

Aðstoð við innleiðingu

Syndis setur fram áætlun sem er forgangsröðuð og með skýrum markmiðum um samvinnu við hlítingu við staðalinn og aðstoðar þar sem á þarf að halda. Syndis getur jafnframt tekið að sér verkefnastjórnun til þess að réttu verkin séu örugglega unnin í réttri röð.​

“ISO pakki” fyrir þá sem kjósa að gera mest sjálfir

Syndis býður upp á stutta vinnustofu þar sem farið er yfir hvað þarf að huga að við innleiðingu, hvernig ferlið er og hver er besta leiðin að markmiðinu.

Undirbúningur starfsfólks fyrir úttekt

Syndis býður upp á kynningu fyrir mismunandi markhópa t.d. fyrir stjórnendur, starfsfólk og þá sem sitja fundi með úttektaraðila. Syndis hefur einnig útbúið dæmi um líklegar spurningar fyrir hverja stýringu og hvað úttektaraðilinn vill fá til staðfestingar á að stýringin sé virk.​

Stuðningur í úttektum, áhættumat og öryggisstjórn

Syndis býður upp á þáttöku í úttektum til stuðnings og aðstoðar við starfsfólk. Að auki býður Syndis ýmsa aðra þjónustu,. þ.m.t. aðstoð og þjálfun við eigin úttektir, áhættumat, rýnifundi á stjórnkerfið ásamt því að taka að sér öryggisstjórn fyrirtækisins.