Áætlun Syndis um samfelldan rekstur og leikbækur Syndis

Notendavæn, efnismikil og aðgengileg neyðaráætlun

Áætlun sem svarar spurningunni “Hvað á ég að gera?”

Hún tryggir fumlaust viðbragð og hjálpar til við að bregðast skipulega við áföllum og þannig lágmarka tímann, áhrifin, skaðann og kostnaðinn. Sjá einnig hvað er áætlun um samfelldan rekstur?​

Einföld í notkun og skýr verkaskipting

Einfalt er að rata í áætluninni. Hún leiðir stjórnendur og starfsfólk í gegnum atvik og áföll þar sem ábyrgð og verkaskipting er skýr. Áætlunin er hlutverkamiðuð þar sem hver og einn þátttakandi hefur aðgang að því sem hann þarf. Dæmi um hlutverk sem áætlunin nær til er forstjóri, mannauðsstjóri, umsjónarmaður fasteigna, lögfræðingur og/eða persónuverndarfulltrúi, yfirmaður upplýsingatækni og tæknifólk.​

Hjálplegar leiðbeiningar í krísuástandi

Áætlunin inniheldur fjölda leikbóka sem byggja á bestu venjum og góðum ráðum hvað varðar hin ýmsu upplýsingaöryggisáföll sem stofnanir og fyrirtæki geta orðið fyrir (sjá leikbækur). Áætlunin tryggir einnig að hagaðilar séu upplýstir.​

Áreiðanleg áætlun þegar á reynir

Áætlunin uppfyllir allar helstu lagalegu kröfur og staðla um áætlanir um samfelldan rekstur. Leiðbeiningar um viðhald og eignarhald fylgir með og reglulegar uppfærslur í áskrift tryggja að áætluninni sé haldið við.​

Ein áætlun fyrir öll áföll

Einfalt skipulag áætlunarinnar gerir hana tilvalda fyrir heildstæða nálgun í krísustjórnun. Því hentar áætlunin sem rammaáætlun fyrir aðrar áætlanir fyrirtækja. Kosturinn er að allar áætlanir samnýta staðsetningu, útlit, skipulag og virkni sem gerir ferlið kunnuglegt og einfaldara í notkun.​

Leikbækur fyrir stjórnendur og tæknifólk

  • Bestu venjur frá sérfræðingum í upplýsingaöryggi
  • Syndis hefur þróað fjölmargar leikbækur (playbooks) með áherslu á upplýsingatækni og net- og upplýsingaöryggi. Þær eru efnismiklar með gagnlegt efni sem er byggt á bestu venjum og reynslu Syndis í upplýsingaöryggi.​
  • Byggðar upp á aðgengilegan hátt
  • Leikbækur eru auðlesnar og skýrar. Efni leikbóka er forgangsraðað og þær eru hlutverkamiðaðar eftir mismunandi markhópum s.s. forstjóra, mannauðsstjóra, lögfræðingi og/eða persónuverndarfulltrúa, yfirmanni upplýsingatækni, kerfisstjórum og tæknifólki.​
  • Stakar eða sem hluti af áætlun um samfelldan rekstur
  • Leikbækurnar eru hluti af áætlun Syndis um samfelldan rekstur en einnig er hægt að velja ákveðnar leikbækur sem henta þörfum fyrirtækja.​
  • Í stöðugri þróun
  • Syndis vinnur sífellt að þróun nýrra leikbóka en núverandi leikbækur eru einnig í stöðugri þróun og eru uppfærðar eftir því sem starfsfólk Syndis finnur gagnlegar viðbætur eða breytinga.​
  • Á ensku eða íslensku
  • Allar leikbækur eru til á ensku og íslensku.​