Útvistun upplýsingaöryggisfræðslu til sérfræðinga

Fræðsla í net- og upplýsingaöryggi er besta forvörnin

Öryggisfræðsla í höndum sérfræðinga í upplýsingaöryggi

Syndis býður upp útvistun umsjónar með upplýsingaöryggisfræðslu þar sem fræðsla er framkvæmd með reglulegum könnunum og stuttum myndböndum AwareGO sem aðgengilegt er á 18 tungumálum, þar á meðal íslensku, ensku, pólsku og norðurlandamálunum

Góð yfirsýn yfir öryggisvitund, þekkingu og fræðslu

Útvistun fræðslu í net- og upplýsingaöryggi til Syndis byggir á þekktum aðferðum sem veita faglega og árangursríka fræðslu til starfsfólks á þeim sviðum sem þörf er á. Syndis kannar reglulega þekkingu starfsfólks á völdum þáttum. Fylgt er eftir með sérsniðinni fræðslu fyrir hvern og einn starfsmann, deild eða starfssvið. Þetta er endurtekið reglulega til að viðhalda góðri öryggisvitund.​

Fræðsla í net- og upplýsingaöryggi er besta forvörnin

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að þorri innbrota í upplýsingakerfi fyrirtækja nýtir sér veikleika hjá starfsfólki eða verktökum þess. Starfsfólk þarf að fá góða og viðeigandi fræðslu á sviði upplýsingaöryggis enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að það afli sér þekkingarinnar á annan hátt. Með viðeigandi fræðslu getur starfsfólkið orðið sterkasti hlekkurinn í keðjunni.​

Skemmtileg leið til að fræðast

Myndböndin sem notast er við eru stutt, skemmtileg og fræðandi. Þau hjálpa starfsfólki að greina hættur og benda þau á uppbyggilegan hátt á hvernig best er að hegða sér til að auka upplýsingaöryggi.​

Einstaklingsmiðuð fræðsla minnkar sóun og tryggir meiri ánægju

Starfsfólk fær fræðsluefni á þeim sviðum sem það þarf fræðslu. Fræðslan er viðeigandi eftir starfssviði og þekkingu. Fjármálafulltrúi þarf öðruvísi fræðslu en starfsmaður í vöruhúsi. Starfsmaður sem hefur fengið fræðslu oft þarf öðruvísi efni en sá sem er nýr.​

Regluleg fræðsla í stöðugum takti

Þekkingunni þarf að viðhalda á kerfisbundinn hátt. Útvistun til Syndis setur setur upplýsingaöryggisfræðslu á dagskrá skv. fyrirfram ákveðinni áætlun. Áætlunin tryggir að fræðslan frestist ekki vegna anna eða tilfallandi verkefna í fyrirtækinu.