• LEIÐANDI FYRIRTÆKI Í UPPLÝSINGAÖRYGGI
    Syndis er eina íslenska tæknifyrirtækið sem sérhæfir sig í upplýsingaöryggi útfrá árásarsjónarmiðum

  • RANNSÓKNIR & ÞRÓUN
    Syndis er í góðum tengslum við rannsóknar samfélagið og í öflugu samstarfi við Háskólann í Reykjavík

  • ÁRÁSARMIÐAÐ UPPLÝSINGAÖRYGGI
    Við þolprófum öryggisvarnir viðskiptavina okkar með því að líkja eftir árásarteymi sem reynir að brjótast inn í gegnum varnirnar

  • VITUNDARAUKNING STARFSMANNA
    Með aukinni öryggisvitund á ógnum internetsins þá er hægt að sporna gegn falli starfsmanna fyrir þekktum gildrum

  • KENNSLA Í ÖRUGGRI HUGBÚNAÐARÞRÓUN
    Minnkar líkur á því að forritarar geri kóðamistök sem gætu skaðað starfssemi fyrirtækisins

Markmiðadrifnar Árásarprófanir

Markmiðadrifnar árásarprófanir nýtast best fyrirtækjum sem hafa náð langt í upplýsingaöryggi og hafa framkvæmt árásarprófanir áður. Nýtist einnig vel aðilum sem reka ómissandi upplýsingainnviði á Íslandi.

Innbrotsprófanir

Innbrotsprófanir fyrir fyrirtæki sem vilja herða öryggi gagna á sínum kerfum eða þurfa að uppfylla alþjóðlega öryggisstaðla. Innbrotsprófanir gefa raunstöðu á upplýsingaöryggi og ráðleggingar Syndis um hvernig skuli bregðast við.

Phishing prófanir & Vitundaraukning

Stöðumat á öryggisvitund starfsmanna varðandi tölvupóstsamskipti ásamt öryggisnámskeiði og vitundaraukningu. Greining á áhættuþáttum í ferlum fyrirtækisins varðandi stýringu á uppfærslu hugbúnaðar.

Öryggisnámskeið

Verðmætasköpun fyrirtækja eykst þegar starfsmenn sækja námsskeið sem endurspegla þarfir starfshlutverks þeirra ásamt mikilvægum viðskiptalegum markmiðum. Syndis býður upp á sérhönnuð námskeið í upplýsingaöryggi.