Teledildonics og hakkarakeppni?

SKEMMTILEG OG FRÓÐLEG DAGSKRÁ HJÁ SYNDIS

Syndis er Gull stuðningsaðili UTmessunnar og allir starfsmenn verða á staðnum til að fræða fólk um tölvuöryggismál. Að auki mun bás Syndis í ár gefa innsýn inn í heim tölvuhakkara og þeirra umhverfi. Á föstudeginum mun hann Charlie Eriksen kynna rannsóknarverkefni sem Syndis framkvæmdi þar sem ýmis konar IoT (Internet of Things) tæki voru skoðuð og eitt ákveðið var sett í öryggisúttekt sem skilaði áhugaverðum niðurstöðum sem verða kynntar í erindi Charlie's. Syndis mun gefa öllum þeim sem taka þátt í UTMessunni tækifæri til að setja sig í spor Mótherjans, þ.e. tölvuhakkarans, með þjálfunarkerfi Syndis þar sem almenningur getur spreytt sig á misflóknum verkefnum. Um er að ræða verðlaunakeppni með veglegum verðlaunum þar sem þeir sem klára verkefni lenda í potti sem dregið er úr.

 Verðlaunabás Syndis 2016

Verðlaunabás Syndis 2016

Ut Messan 2017

Syndis mun vera með bás sem gull styrktaðili UT Messunar. Allskonar hlutir úr heima tölvuhakkara verður til sýnis og ásamt tæki og tólum. Okkur langar að bjóða ykkur í heimsókn til Syndis. 

 Teledildonics tæki

Teledildonics tæki

BÝÐUR ÞÚ HÖKKURUM UPP Í RÚM MEÐ ÞÉR?

Síðastliðin ár hefur Syndis verið að rannsaka hið sívaxandi “Tækjanet” (Internet of Things) þar sem flest tæki sem við notum í okkar dags daglegu störfum eru orðin nettengd og oft aðgengileg óprúttnum aðilum. Þessi tæki telja t.d. snjallsíma, snjallsjónvörp, snjallúr, prentara, ísskápa og ... (haldið ykkur fast) ... hjálpartæki ástarlífsins!

Þessi tæki geta verið að safna viðkvæmum upplýsingum um einkalíf okkar og senda þær áfram í þar til gerðar skýjalausnir. Dæmi eru um að sum þessara tækja geti rakið ferðir okkar og hlerað samtöl sem við eigum í kringum þau.

Syndis hefur tekið til skoðunar nokkur slík tæki og uppgötvað ýmsa öryggisbresti í þeim en á UT messunni ætlum við að segja ykkur frá tæki sem er líklega það persónulegasta í notkun af þeim öllum, nefnilega hjálpartæki ástarlífsins. Eru þið örugglega ein í svefnherberginu?

Hann Charlie Eriksen okkar mun halda um þetta fróðlegt erindi á UT Messunni sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

 Notendaviðmót Mótherja

Notendaviðmót Mótherja

Mótherji er kerfið þróað af Syndis í samstarfi við Háskólann í Reykjavik og Tækniþróunarsjóð. Í Mótherja er fólki kennt á aðferðir “Mótherjans” eða “tölvuglæpamannsins” sem er sá sem vill brjótast inn í þá hluti sem stjórna okkar daglega lífi. Kerfið er gagnvirkt og hugsað á þann hátt að fólk læri að skilja og sigrast á þeim aðferðum sem tölvuglæpamenn beita.

Allir þeir sem koma á UT Messuna hvort heldur á föstudeginum eða laugardeginum geta reynt að takast á við Mótherja og verða fjölmörg verkefni aðgengileg. Eitt sérlega krefjandi verkefni (CTF) verður gert aðgengilegt og fyrsti einstaklingur til að leysa það fær iPad mini í verðlaun.

Að auki er efnt til verðlaunakeppni hjá þeim sem ná að klára verkefni í Mótherja. Þeir sem klára eitt verkefni fá sitt nafn í verðlaunpott sem dregið verður úr. Fyrir hvert leyst verkefni er nafnið sett í pottinn.  Í fyrstu verðlaun er iPad spjaldtölva og vinningshafi verður kynntur á Facebook síðu Syndis.

Við hvetjum alla til að koma við í básin okkar á UT messunni og fræðast betur um þetta.