Við leitum að öflugum aðila til að sinna verkefnastjórnun, tilboðs- og samningagerð á sölu og markaðssviði hjá syndis.

Í starfinu felast fjölbreytt og krefjandi verkefni. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir til að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Hjá Syndis starfar öflugur hópur sérfræðinga við ráðgjöf og þróun á sviði upplýsingaöryggis fyrir hóp alþjóðlegra viðskiptavina. Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir hæfileikaríkum einstaklingi til að starfa á skemmtilegum vinnustað við spennandi og krefjandi verkefni.

Helstu verkefni:

  • Samskipti, sala og ráðgjöf við viðskiptavini
  • Verkefnastjórnun, tilboðsgerð, sala og eftirfylgni
  • Ýmis tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra
  • Utanumhald á gögnum í CRM kerfi
  • Samskipti við hagsmunaaðila
  • Öflun nýrra viðskiptavina

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í viðskiptafræði eða skyldum greinum
  • Frumkvæði, áreiðanleiki, traust og vönduð vinnubrögð
  • Reynsla af viðskiptastjórnun og sölu til fyrirtækja
  • Góð tölvukunnátta og brennandi áhugi á upplýsingatækni
  • Þjónustulund, góð samstarfshæfni og jákvætt viðhorf
  • Góð íslensku- og ensku kunnátta

 

Starfshlutfall er 100% og um framtíðarstarf er að ræða.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Áhugasamir um starfið skulu sækja um með tölvupósti á jobs@syndis.is. Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um starfið. Frekari upplýsingar um starfið veitir Hörður E. Ólafsson, markaðsstjóri, í síma 415-1337 eða hordur@syndis.is. Umsóknarfrestur er til lok dags 20. maí 2016.

Syndis er leiðandi íslenskt þekkingarfyrirtæki á sviði upplýsingaöryggis. Félagið er með virtan viðskiptamannahóp og er með starfsemi víðsvegar um heiminn. Hjá Syndis er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á www.syndis.is