Ýmis hugtök eru í notkun um áætlun um samfelldan rekstur og mismunandi undirþátta hennar. Þetta veldur oft á tíðum misskilningi í samtölum þar sem það getur tekið töluverðan tíma fyrir viðmælendur að átta sig á að þeir séu að ræða um sama hlutinn. Hér verður þess freistað að lýsa og útskýra uppbyggingu áætlana um samfelldan rekstur.

Skyld hugtök: Neyðaráætlun, viðbragðsáætlun eða áætlun um órofin rekstur

Í daglegu tali eru mörg hugtök eru notuð yfir áætlanir um samfelldan rekstur. Sumir nota hugtakið neyðaráætlun eða viðbragðsáætlun en aðrir rekstrarsamfelluáætlun eða áætlun um órofinn rekstur. [Á ensku eru algengustu hugtökin yfir það sama Business Continuity Plans (BCP), Contingency plans, Continuous Operation (COOP)] ​

Víðtækari hugtök

Nátengt áætlun um samfelldan rekstur en öllu víðtækara er það sem nefnt er viðnámsþróttur fyrirtækja og stofnana. Stundum er talað um áfallaþol, viðnámsþol, viðnámsþrek eða seiglu fyrirtækja og stofnana. Það lýsir því hversu vel í stakk búin þau eru til að standast áföll. [Enska: Business resilience eða resiliency]

Í daglegu tali má nota öll hugtökin sem nefnd eru að framan þar sem þau lýsa nokkurnvegin sama hlutnum sem Syndis kallar Áætlun um samfelldan rekstur. ​

Hvað er áætlun um samfelldan rekstur?

Sama hvaða hugtak er notað, er verið að vísa til áætlunar eða rammaáætlunar um hvernig brugðist er við óvæntum atvikum og áföllum fyrirtækja og stofnana. Áætlunin lýsir skipulagi og ferlum s.s. ábyrgðir, hlutverk, teymi, flokkun, samskipti, reglur, ytri tengiliðir, prófanir og aðgengi. ​

Undiráætlanir

Gagnlegt er að líta á áætlun um samfelldan rekstur sem rammaáætlun fyrir aðrar sértækar áætlanir sem snúa að því að bregðast við áföllum. Samnýting rammaáætluninarinnar einfaldar viðbrögð við mismunandi atvikum þar sem áætlunin er á þekktum stað, nýtir sér t.d. sama skipulag (flokkun, stigmögnun og samskipti) og hlutverk og teymi. ​

Dæmi um undiráætlanir

Hvaða áætlanir þurfa að vera til staðar byggir á áhættumati fyrirtækja og stofnana. Eftirfarandi eru dæmi um áætlanir sem margir þekkja og geta flokkast sem undiráætlanir.

 • Netöryggisáætlun og upplýsingaöryggisáætlun [Enska: Cyber and data breach response plan] - Er vegna upplýsingaöryggisáhættu og lýsir vel hvernig stjórnendur og tæknifólk á að bregðast við í netárásum, upplýsingaleka og misnotkun upplýsingakerfa til að lágmarka skaða.
 • Rekstraröryggisáætlun [Enska: Incident response (IR), Operational response plan] sem tekur á rekstraráhættu upplýsingakerfa og lýsir viðbrögðum við alvarlegum rekstrartruflunum og útfalli upplýsingakerfa.
 • Endurreisnaráætlun [Enska: Disaster recovery plan (DR)] Tekur einnig á rekstraráhættu og lýsir forgangsröðun í uppbyggingu þjónustu eftir stóráfall s.s. ef vélasalur brennur.
 • Samskiptaáætlun / krísusamskipti [Enska: PR / damage control plan] Tekur á orðsporsáhættu og lýsir samskiptum við mismunandi hagaðila í mismunandi áföllum.
 • Viðbragðsáætlun, neyðaráætlun og rýmingaráætlun [Enska: Emergency plan eða Physical threats and natural disaster plans] Hér er horft til umhverfisáhættu en áætlunin eru með fókus á líf og heilsu fólks og lýsir hvernig bregðast á við þegar óvissa eða hættulegar aðstæður koma upp, t.d. eldur, náttúruhamfarir eða ofbeldi..
 • Mannekluáæltun [Enska: Expertise shortage plan] Áætlun sem margir þekkja eftir Covid19. Hún tekur á því ef fjöldi starfsfólks kemst ekki til vinnu eða ef skortur er á nauðsynlegri þekkingu sem ógnar rekstrinum.
 • Vinnuverndaráætlun (og hollustuhátta) [Enska: Employee health and safety plan] Áætlun sem snýst um að minnka áhættur á vinnustað. ​

  Leikbækur

  Leikbækur eru sértækar áætlanir/handrit sem ábyrðaraðilar fylgja ef viðkomandi áföll verða. Hver áætlun getur haft eina eða fleiri leikbækur eftir eðli áfalls og hlutverki lesandans. Dæmi um gagnlegar leikbækur er lýsing á viðbragði við eldsvoða, jarðskjálfta, viðbragð vegna gagnaleka eða útfall á þjónustu.

Tengt efni

Hverjir þurfa áætlun um samfelldan rekstur

Áætlun Syndis um samfelldan rekstur og leikbækur Syndis

Skrifborðsprófun viðbragða fyrir stjórnendur

Fumlaust viðbragð